fbpx
Deildarmeistarar 2012 minni

Bikarhátið í höllinni, FRAM á tvö lið í úrslitum yngriflokka


Bikarhátið í Höllinn

Úrslitahelgi Símabikarsins

Nú er enn ein bikarhátiðarhelgin gengin í garð og það má með sanni segja að þessi helgi sé hátið hjá okkur í FRAM. Ekki bara að Meistarflokkur Kvenna sér kominn  í undanúrslit Síma-bikarkeppni HSÍ  og á góðan möguleika á því að komast í sjálfan úrslitaleikinn, heldur eigum við hjá FRAM tvö yngri flokka lið í úrslitum Símabikarsins í ár. 

3. fl.kv. er kominn í  úrslit Símabikarsins  í ár og munu leika  sunnudaginn 10. mars.  kl. 20:00. Mótherjinn að þessu sinni verður Selfoss og verður örugglega  boðið upp á flottann handbolta og mikið fjör enda umgjörðin í höllinni alveg dásamleg.

4. fl.ka. er kominn í  úrslit Símabikarsins  í ár og leika  sunnudaginn 10. mars  kl 11:00. Drengirnir munu mæta þar sterku liði Selfoss og ég lofa því að það verður dramatík og discó  í Höllinni á sunnudags morgun.  Strákarnir verða að reyna allt sem þeir geta til að halda upp heiðri karlanna í FRAM þetta árið þvi þeir eru eina karlaliðið okkar í úrslitum þetta árið.

Við hvetjum alla FRAMara, handboltaáhugamenn og konur til að mæta á bikarúrslitaleiki yngriflokka  á  sunnudag það verður flott umgjörð í kringum leikina,  allir leikmenn verða  kynntir inn á völlinn, þjóðsöngurinn leikinn, keppnisdúkurinn á gólfin, toppdómarar og SportTV sýnir beint frá leikjunum á netinu. Það kostar ekkert á þessa leiki FRÍTT inn. Það verður að þakka HSÍ fyrir hversu vel er staðið að þessari bikarhátið í Laugardalshöllinn.

SÍMABIKARINN  ÚRSLIT YNGRI-FLOKKAR  LAUGARDALSHÖLL 10. MARS

KL. 11:00       4. FL. KA. FRAM – SELFOSS

KL. 20:00       3. FL. KV. FRAM – SELFOSS

 ÞETTA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ !

MÆTUM OG HVETJUM  UNGA FÓLKIР OKKAR TIL SIGURS.

                             Unglingaráð handknattleiksdeildar FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0