Bikarhátið í Höllinn
Úrslitahelgi Símabikarsins
Nú er enn ein bikarhátiðarhelgin gengin í garð og það má með sanni segja að þessi helgi sé hátið hjá okkur í FRAM. Ekki bara að Meistarflokkur Kvenna sér kominn í undanúrslit Síma-bikarkeppni HSÍ og á góðan möguleika á því að komast í sjálfan úrslitaleikinn, heldur eigum við hjá FRAM tvö yngri flokka lið í úrslitum Símabikarsins í ár.
3. fl.kv. er kominn í úrslit Símabikarsins í ár og munu leika sunnudaginn 10. mars. kl. 20:00. Mótherjinn að þessu sinni verður Selfoss og verður örugglega boðið upp á flottann handbolta og mikið fjör enda umgjörðin í höllinni alveg dásamleg.
4. fl.ka. er kominn í úrslit Símabikarsins í ár og leika sunnudaginn 10. mars kl 11:00. Drengirnir munu mæta þar sterku liði Selfoss og ég lofa því að það verður dramatík og discó í Höllinni á sunnudags morgun. Strákarnir verða að reyna allt sem þeir geta til að halda upp heiðri karlanna í FRAM þetta árið þvi þeir eru eina karlaliðið okkar í úrslitum þetta árið.
Við hvetjum alla FRAMara, handboltaáhugamenn og konur til að mæta á bikarúrslitaleiki yngriflokka á sunnudag það verður flott umgjörð í kringum leikina, allir leikmenn verða kynntir inn á völlinn, þjóðsöngurinn leikinn, keppnisdúkurinn á gólfin, toppdómarar og SportTV sýnir beint frá leikjunum á netinu. Það kostar ekkert á þessa leiki FRÍTT inn. Það verður að þakka HSÍ fyrir hversu vel er staðið að þessari bikarhátið í Laugardalshöllinn.
SÍMABIKARINN ÚRSLIT YNGRI-FLOKKAR LAUGARDALSHÖLL 10. MARS
KL. 11:00 4. FL. KA. FRAM – SELFOSS
KL. 20:00 3. FL. KV. FRAM – SELFOSS
ÞETTA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ !
MÆTUM OG HVETJUM UNGA FÓLKIÐ OKKAR TIL SIGURS.
Unglingaráð handknattleiksdeildar FRAM