fbpx
Fram-Valur003

FRAM – Valur í Lengjubikarnum í kvöld

Fram-Valur002FRAM leikur fjórða leik sinn í 2.riðli Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu þegar Valsmenn koma í heimsókn í Úlfarsárdalinn í kvöld.  Flautað verður til leiks klukkan 19.

FRAM hefur leikið þrjá leiki í Lengjubikakeppninni í ár; gerði jafntefli við Völsung í fyrsta leik sínum 1-1, tapaði fyrir KA fyrir norðan 0-1 og vann Breiðablik í Úlfarsárdalnum um nýliðna helgi 2-0.  Frammistaða liðsins í þeim leik var með miklum ágætum og gefur ástæðu til hóflegrar bjartsýni.
Valsmenn hafa unnið tvo af þremur leikjum sínum til þessa og tapað einum, en leik Vals og KA sem fram átti að fara um þarsíðustu helgi var frestað.  Valsmenn unnu Skagamenn í fyrsta leik sínum 3-1, töpuðu svo fyrir Blikum 0-2 og unnu Víkinga í ævintýralegum markaleik 5-4 um síðustu helgi.

FRAM hefur vegnað ágætlega gegn hinum fornu fjendum sínum úr Hlíðunum síðustu misserin.  Liðin hafa mæst tíu sinnum á undanförnum þremur árum; sex sinnum í deild, einu sinni í bikar, tvisvar í Lengjubikar og einu sinni á Reykjavíkurmótinu.  FRAM hefur unnið fimm þessara leikja, þrisvar hafa liðin skilið jöfn og Valsmenn hafa fagnað sigri í tvígang.  FRAM hefur skorað 15 mörk í þessum tíu leikjum og Valur 8 mörk.

Staðan í 2.riðli A-deildar Lengjubikarkeppni karla:

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 ÍA 3 2 0 1 10  –    4 6 6
2 Breiðablik 3 2 0 1   6  –    3 3 6
3 Valur 3 2 0 1   8  –    7 1 6
4 Fram 3 1 1 1   3  –    2 1 4
5 Víkingur R. 3 1 0 2   8  –    8 0 3
6 Selfoss 2 1 0 1   3  –    4 -1 3
7 KA 3 1 0 2   3  –    6 -3 3
8 Völsungur 2 0 1 1   1  –    8 -7 1

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!