3. og 4. flokkur í úrslit í fótboltanum
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu 2013 er leikið með breyttu fyrirkomulagi í 2. 3. og 4 flokki karla. Fyrirkomulagið er er þannig að eftir hefðbundið mót þar sem að öll liðin hafa att kappi hvert við annað fer fram úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna. Það lið sem fær flest stig verður Reykjavíkurmeistari.
Þess má geta að bæði 3. og 4. flokkur karla í Fram hafa tryggt sér sæti í þessari úrslitakeppni og verður gaman að fylgjast með hvernig þeim mun ganga í keppni hinna bestu í Reykjavík.
Þetta er góður árangur hjá okkar strákum.
Áfram Fram !