Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem mætir Hvíta Rússlandi í undankeppni EM 2015. Þetta er fyrsti leikurinn í riðlinum og verður leikið ytra, þriðjudaginn 26. mars. Við FRAMarar erum stoltir af því að Hólmbert Friðþjónsson leikmaður FRAM var valinn til að taka þátt í þessu verkefni.