fbpx
Þór - Fram 3:0

Hin hliðin – Hólmbert Friðjónsson

Fram Hólmbert myndFullt nafn: Hólmbert Aron Briem Friðjónsson.

Gælunafn: Maður heyrir Berti stundum, elska líka Crouchí…

Aldur: 19 að verða 20 ára í apríl.

Hjúskaparstaða? Á lausu.

Börn? Ekki ennþá, bíðum með það.

Hvernig síma áttu? iPhone 4.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Suits eru uppáhaldsþættirnir, annars eru það íþróttirnar.

Uppáhalds vefsíður: 433.is, fotbolti.net, Facebook og er líka Twitter-sjúklingur.

Besta bíómyndin? Django Unchained er mér efst í huga eins og staðan er.

Hvernig tónlist hlustar þú á? Er lítið fyrir rokkið en get annars hlustað á flest. Hiphop, rapp og popp er í uppáhaldi.

Uppáhaldsd rykkur: Egils Orkan er best ísköld.

Hvað finnst þér best að borða á leikdegi? Ég reyni nú yfirleitt alltaf að komast á Serrano eða Saffran, nema leikurinn sé snemma þá er það hafragrauturinn, ristabrauðið og smá pasta.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Eftir að ég heyrði Sail – Awolnation þá hefur það alltaf komið mér vel í gírinn.

Ertu hjátrúarfull/ur fyrir leiki? Vill ekki kalla það hjátrú, en ég svona reyni að gera alltaf það sama á leikdegi.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ætli það sé ekki að fara illa með hann nokkrum sinnum.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Ætli ég segi ekki bara Völsungi.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Cristiano Ronaldo og hann er það enn.

Erfiðasti andstæ ðingur? Halldór Hermann er stundum erfiður.

Ekki erfiðasti andstæðingur? Steven Lennon, hann hefur einhvern veginn aldrei komist framhjá mér.

Besti samherjinn? Ég og Gunnar Oddgeir í five – a – side á æfingum, það átti engin séns.

Sætasti sigurinn? Á Skaganum í fyrrasumar, sem réði því nokkurn veginn að við héldum okkur uppi. Ömmi markmaður með þrusu vörslur.

Uppáhaldslið í enska boltanum? Þótt það sé nú gaman og hundleiðinlegt til skiptis þá er ég Liverpool-maður.

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben alveg klárlega, fær mann oft til að hlæja!

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Vil nú ekki benda á neinn, þeir eru allir góðir.

Eitthvað að lokum? Áfram FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!