fbpx
SBJ-fors

Stefán Birgir til liðs við Leikni

Stefán Birgir JóhannessonStefán Birgir Jóhannesson, sem á síðustu leiktíð var fyrirliði annarsflokksliðs FRAM í knattspyrnu, gekk í gær til liðs við Leikni í Breiðholti.   Stefán Birgir, sem er tvítugur að aldri, samdi við Leiknismenn til tveggja ára.

Stefán Birgir er uppalinn í ÍR, en kom til FRAM árið 2007 eftir eins árs dvöl í Aftureldingu.  Hann kom við sögu í tveimur leikjum FRAM í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og einum leik í Borgunarbikarkeppninni.

Knattspyrnudeild FRAM þakkar Stefáni Birgi samstarfið og framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!