Stefán Birgir Jóhannesson, sem á síðustu leiktíð var fyrirliði annarsflokksliðs FRAM í knattspyrnu, gekk í gær til liðs við Leikni í Breiðholti. Stefán Birgir, sem er tvítugur að aldri, samdi við Leiknismenn til tveggja ára.
Stefán Birgir er uppalinn í ÍR, en kom til FRAM árið 2007 eftir eins árs dvöl í Aftureldingu. Hann kom við sögu í tveimur leikjum FRAM í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og einum leik í Borgunarbikarkeppninni.
Knattspyrnudeild FRAM þakkar Stefáni Birgi samstarfið og framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.