fbpx
Fram-Akureyri-OM2

Síðasti heimaleikurinn í deildinni í kvöld | Pressa á ÍR

Fram-Akureyri-OM2 FRAM tekur á móti ÍR í lokaumferð N1-deildar karla í handknattleik í kvöld og þessi síðasti heimaleikur FRAM í deildinni er gestunum úr Breiðholti býsna mikilvægur.  ÍR berst um fjórða sæti deildarinnar, og þar með sæti í úrslitakeppninni, við HK og má illa við því að misstíga sig.  ÍR hefur tveggja stiga forystu á HK fyrir þessa lokaumferð og nægir því stig í FRAMhúsinu í kvöld, en tap hjá ÍR og sigur HK gegn Akureyri á heimavelli myndi lyfta Kópavogsliðinu upp í fjórða sætið.  HK stendur betur í innbyrðisviðureignum sínum gegn ÍR á þessari leiktíð, hefur unnið tvo leiki og ÍR einn.

FRAM situr sem fastast í þriðja sæti N1-deildarinnar, úrslit leikjanna í kvöld breyta engu þar um, og liðið getur því nálgast leikinn gegn ÍR án allrar pressu, en þó af alkunnri fagmennsku.

FRAM vann tvo fyrri leiki sína gegn ÍR á þessari leiktíð, 34-27 í FRAMhúsinu í október og 34-30 í Austurbergi í desember.  FRAM hefur reyndar unnið sjö deildarleiki í röð gegn ÍR og fara þar aftur til mars 2004 til að finna síðasta sigurleik ÍR gegn FRAM.  Þá höfðu Breiðhyltingar betur á heimavelli í DHL-deildinni sem þá var og hét, 36-33, en mánuði fyrr höfðu þeir fagnað sigri í FRAMhúsinu, 32-27.  Það er síðasti sigur ÍR í þessu fróma húsi.

Staðan í N1-deild karla (af hsi.is):

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Haukar 20 15 1 4 487:426 61 31
2. FH 20 13 1 6 508:495 13 27
3. Fram 20 12 1 7 531:495 36 25
4. ÍR 20 9 1 10 503:520 -17 19
5. HK 20 7 3 10 490:514 -24 17
6. Akureyri 20 7 2 11 481:491 -10 16
7. Valur 20 4 5 11 479:493 -14 13
8. Afturelding 20 5 2 13 470:515 -45 12

Leikir kvöldsins:

Mán. 25.mar.2013 19.30 Schenkerhöllin Haukar – FH
Mán. 25.mar.2013 19.30 Framhús Fram – ÍR
Mán. 25.mar.2013 19.30 Digranes HK – Akureyri
Mán. 25.mar.2013 19.30 Vodafone höllin Valur – Afturelding

Fram-IR-N1karla-250313

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0