fbpx
Fram-Akureyri-OM2

Síðasti heimaleikurinn í deildinni í kvöld | Pressa á ÍR

Fram-Akureyri-OM2 FRAM tekur á móti ÍR í lokaumferð N1-deildar karla í handknattleik í kvöld og þessi síðasti heimaleikur FRAM í deildinni er gestunum úr Breiðholti býsna mikilvægur.  ÍR berst um fjórða sæti deildarinnar, og þar með sæti í úrslitakeppninni, við HK og má illa við því að misstíga sig.  ÍR hefur tveggja stiga forystu á HK fyrir þessa lokaumferð og nægir því stig í FRAMhúsinu í kvöld, en tap hjá ÍR og sigur HK gegn Akureyri á heimavelli myndi lyfta Kópavogsliðinu upp í fjórða sætið.  HK stendur betur í innbyrðisviðureignum sínum gegn ÍR á þessari leiktíð, hefur unnið tvo leiki og ÍR einn.

FRAM situr sem fastast í þriðja sæti N1-deildarinnar, úrslit leikjanna í kvöld breyta engu þar um, og liðið getur því nálgast leikinn gegn ÍR án allrar pressu, en þó af alkunnri fagmennsku.

FRAM vann tvo fyrri leiki sína gegn ÍR á þessari leiktíð, 34-27 í FRAMhúsinu í október og 34-30 í Austurbergi í desember.  FRAM hefur reyndar unnið sjö deildarleiki í röð gegn ÍR og fara þar aftur til mars 2004 til að finna síðasta sigurleik ÍR gegn FRAM.  Þá höfðu Breiðhyltingar betur á heimavelli í DHL-deildinni sem þá var og hét, 36-33, en mánuði fyrr höfðu þeir fagnað sigri í FRAMhúsinu, 32-27.  Það er síðasti sigur ÍR í þessu fróma húsi.

Staðan í N1-deild karla (af hsi.is):

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Haukar 20 15 1 4 487:426 61 31
2. FH 20 13 1 6 508:495 13 27
3. Fram 20 12 1 7 531:495 36 25
4. ÍR 20 9 1 10 503:520 -17 19
5. HK 20 7 3 10 490:514 -24 17
6. Akureyri 20 7 2 11 481:491 -10 16
7. Valur 20 4 5 11 479:493 -14 13
8. Afturelding 20 5 2 13 470:515 -45 12

Leikir kvöldsins:

Mán. 25.mar.2013 19.30 Schenkerhöllin Haukar – FH
Mán. 25.mar.2013 19.30 Framhús Fram – ÍR
Mán. 25.mar.2013 19.30 Digranes HK – Akureyri
Mán. 25.mar.2013 19.30 Vodafone höllin Valur – Afturelding

Fram-IR-N1karla-250313

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!