fbpx
hopurinnbest 2010

Almenningsíþróttadeild FRAM 10 ára

Almenningsíþróttadeild Fram, 26. mars  2003 varð Knattspyrnufélagið  Fram fyrst reykvískra íþróttafélaga til að stofna sérstaka almenningsíþróttadeild. Var það í samræmi við íþróttastefnu Reykjavíkurborgar, sem kveður á um að íþróttafélög skuli bjóða upp á slíka starfsemi og helst innan sérstakra deilda.

Í raun var deildin aðeins framhald á starfsemi sem þegar fór fram á vegum félagsins. Frá 1995 var starfandi leikfimihópur í tengslum við íþróttahús og tækjasal Fram. Jafnframt höfðu verið skipulagðir skokk- og stafgönguhópar fyrir Framara og aðra íbúa hverfisins. Þessi leikfimi hópur er enn starfandi og blómstrar sem aldrei fyrr.

En margt hefur breyst á 10 árum, deildin hefur vaxið og dafnað eins og eðlilegt er, félagið tók að sér umsjón með íþróttastarfsemi í Grafarholti  og auðvitað fylgdi  Almenningsíþróttadeildin með. Almenningsíþróttadeild FRAM er í dag starfrækt á tveimur stöðum í Safamýri og í Grafarholt og Úlfarsárdali. Á báðum stöðum heldur deildin úti Íþróttaskóla Fram fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Íþróttaskóli þessi var upphaflega stofnsettur af handknattleiksdeild Fram árið 1993 og fagnar því 20 ára afmæli sínu í haust.

Almenningíþróttadeild FRAM hefur á þessum 10 árum bætt við sig skokkhóp í Grafarholti og Úlfarsárdal en sá hópur hefur verið að stækkað jafnt og þétt síðustu árin.  Leikfimihópur fyrir konu og karla hefur verið stafræktur í Safamýri  síðustu árin og  nú síðast að senda lið til keppni í Körfubolta en veturinn 2010-11 sendi Fram  lið til keppni í 2. deild Íslandsmóts karla í körfuknattleik undir merkjum almenningsíþróttadeildar. Var það í fyrsta sinn sem Framarar tefla fram liði í þeirri íþrótt frá því að körfuknattleiksdeild FRAM lognaðist út af á níunda áratugnum.

Guðlaugur Hilmarsson hefur verið formaður deildarinnar frá upphafi og má segja að deildin hafi á þessum 10 árum verið undir stjórn sama fólksins sem hefur unnið mikið og gott starf í þágu almenningíþrótta í FRAM. Jóna Hildur Bjarnadóttir hefur á þessum árum farið fremst í flokki en hún  á heiðurinn af því að setja á fót leikfimi hópinn sem byrjaði starfsemi árið 1995, Jóna Hildur er mikill áhugakona um almenningsíþróttir og má segja að FRAM hafi notið góðs af hennar starfskröftum síðastliðin 18 ára og á félagið henni mikið að þakka. Þó við nefnum þessa tvo einstaklinga þá hafa auðvitað margir góðir einstaklingar komið að deildinni á þessum 10 árum og eiga þeir allir þakkir skildar fyrir sitt framlag.

Knattspyrnufélagið FRAM óskar Almenningíþróttadeild FRAM til hamingju með afmælið og megi deildin vaxa og dafna í framtíðinni.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!