Hjálmdís Rún Níelsdóttir heldur áfram að gera það gott á skíðunum og varð á dögunum 3 faldur Reykjavíkurmeistari í svigi, stórsvigi og Alpatvíkeppni. Hjálmdís keppti einnig á Dalvík í byrjun mars og stóð sig þar vel bæði á skíðunum og í sundi.
Hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit úr skíðamótum sem fram fóru í mars.
Reykjavíkurmót Fram og KR
Þann 16 mars hélt Skíðadeild Fram og Skíðadeild KR Reykjavíkurmót í stórsvigi
Þar átti Skíðadeild Fram einn keppanda í flokki 11 ára stúlkna Hjálmdísi Rún Níelsdóttursem var í 2 sæti.
1 sæti var Ástríður Magnúsdóttir Breiðablik
2 sæti var Hjálmdís Rún Níelsdóttir Fram
3 sæti var Þórunn Bjarnadóttir Ármanni
Reykjavíkurmót ÍR
Þann 17 mars hélt Skíðadeild ÍR Reykjavíkurmót í svigi.
Þar átti Skíðadeild Fram einn keppanda í flokki 11 ára stúlkna Hjálmdísi Rún Níelsdóttir sem var í 1 sæti.
1 sæti var Hjálmdís Rún Níelsdóttir Fram
2 sæti var Sigrún Vernharðsdóttir Víking
3 sæti var Ástríður Magnúsdóttir Breiðablik
Jafnframt var uppskeruhátíð Skíðaráðs Reykjavíkur haldið að móti loknu og Reykjavíkur meistarar krýndir og þar varð Hjálmdís Rún Níelsdóttir 3 faldur Reykjavíkurmeistari í svigi, stórsvigi og Alpatvíkeppni
Jónsmótið á Dalvík
Þann 8-9 mars var haldið Jónsmót á Dalvík fyrir keppendur 9 ára til 13 ára þar voru keppendur allstaðar af landinu. Þar var keppt í svigi, stórsvigi og sundi.
Í flokki 11 ára átti Skíðadeild Fram einn keppanda Hjálmdísi Rún.
Í svígi var Hjálmdís 4 sæti, 1 sæti var Embla Rán Baldvinsdóttir SKIS, 2 sæti Vigdís Sævaldsdóttir Dalvík, 3 sæti Sigrún Vernharðsdóttir Víking.
Í sundinu var Hjálmdís í 4 sæti, 1 sæti Guðfinna Eir Þorleifsdóttir Dalvík, 2 sæti Ástríður Magnúsdóttir Breiðablik, 3 sæti Embla Rán Baldvinsdóttir SKIS
Í stórsviginu og sundi var Hjálmdís í 6 sæti, 1 sæti Guðfinna Eir Þorleifsdóttir Dalvík, 2 sæti Embla Rán Baldvinsdóttir SKIS, 3 sæti Ástríður Magnúsdóttir Breiðablik,
Kær kveðja
Guðmundur Símonarson