Knattspyrnufélagið FRAM fagnar 105 ára afmæli sínu þann 1.maí næstkomandi. Blásið verður til afmælishátíðar í Gullhömrum í Grafarholti þann 24.apríl, síðasta vetrardag, og verður hvergi til sparað.
Boðið verður upp á glæsilegan hátíðarkvöldverð, bráðskemmtileg skemmtiatriði og hljómsveitin Rokk með Magna og Jógvan innanborðs leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.
Takið því daginn frá – mætum á 105 ára afmælis- og sumarball FRAM í Grafarholti 24 apríl. Grafarholtsbúar eiga þess nú kost að fagna afmæli hverfisfélagsins FRAM í túnfætinum heima og eru hvattir til að fjölmenna.
Miðaverð í mat og dansleik er kr. 6.500.-
Miðaverð á dansleik er kr. 2.500.-
Miðasala fer fram á skrifstofum FRAM í Safamýri og Úlfarsárdal.
Knattspyrnufélagið FRAM