fbpx
BetaStella

Elísabet og Stella valdar í úrvalsliðið

BetaStellaFRAMstúlkurnar Elísabet Gunnarsdóttir og Stella Sigurðardóttir voru valdar í úrvalslið síðari hluta N1-deildar kvenna í handknattleik, sem tilkynnt var í hádeginu í dag.  Fjórir leikmenn liðsins koma úr Val, tveir úr FRAM og einn úr HK.

Úrvalslið síðari hluta N1-deildar kvenna er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markvörður: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur
Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Valur
Vinstri skytta: Stella Sigurðardóttir, FRAM
Miðjumaður: Brynja Magnúsdóttir, HK
Hægri skytta: Þorgerður Anna Atladóttir, Valur
Hægra horn: Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Valur
Línumaður: Elísabet Gunnarsdóttir, FRAM

Þjálfari: Stefán Arnarson, Val
Besti leikmaðurinn: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur

Þess má geta að Jenný Valsmarkvörður var einnig valinn besti leikmaðurinn í fyrri hluta N1-deildarinnar.

Úrslitakeppni N1-deildar kvenna hefst sem kunnugt er annað kvöld.  Valur tekur á móti Haukum, FRAM fær Gróttu í heimsókn, ÍBV og FH mætast í Eyjum og Stjarnan tekur á móti HK.  Leikirnir hefjast allir klukkan 19.30.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!