fbpx
BetaStella

Elísabet og Stella valdar í úrvalsliðið

BetaStellaFRAMstúlkurnar Elísabet Gunnarsdóttir og Stella Sigurðardóttir voru valdar í úrvalslið síðari hluta N1-deildar kvenna í handknattleik, sem tilkynnt var í hádeginu í dag.  Fjórir leikmenn liðsins koma úr Val, tveir úr FRAM og einn úr HK.

Úrvalslið síðari hluta N1-deildar kvenna er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markvörður: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur
Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Valur
Vinstri skytta: Stella Sigurðardóttir, FRAM
Miðjumaður: Brynja Magnúsdóttir, HK
Hægri skytta: Þorgerður Anna Atladóttir, Valur
Hægra horn: Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Valur
Línumaður: Elísabet Gunnarsdóttir, FRAM

Þjálfari: Stefán Arnarson, Val
Besti leikmaðurinn: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur

Þess má geta að Jenný Valsmarkvörður var einnig valinn besti leikmaðurinn í fyrri hluta N1-deildarinnar.

Úrslitakeppni N1-deildar kvenna hefst sem kunnugt er annað kvöld.  Valur tekur á móti Haukum, FRAM fær Gróttu í heimsókn, ÍBV og FH mætast í Eyjum og Stjarnan tekur á móti HK.  Leikirnir hefjast allir klukkan 19.30.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email