Knattspyrnukonan Sara Lissy Chontosh hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við FRAM. Sara er í hópi efnilegustu knattspyrnukvenna landsins og er mikilvægur hlekkur í liði FRAM. Nýr tveggja ára samningur hennar er því mikið ánægjuefni.
Sara, sem er nýorðin 17 ára, lék alls fimmtán leiki með FRAM á síðustu lektíð og skoraði í þeim tvö mörk. Hún var valin í æfingahóp U19 ára landsliðs kvenna og á án nokkurs vafa eftir að láta mikið að sér kveða í nánustu framtíð.