fbpx
Fram-Valur-bikar-EG2b

FRAM og Grótta hefja baráttuna í kvöld

Fram-Valur-bikar-EG2FRAM tekur á móti Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppni N1-deildar kvenna í handknattleik í kvöld.  Flautað verður til leiks í FRAMhúsinu klukkan 19.30.  Í sögulegu samhengi eru sigurlíkur FRAM dágóðar, okkar stúlkur hafa unnið tólf leiki í röð gegn Gróttu og vinna þarf tvo leiki í fyrstu umferð úrslitakeppninnar til að tryggja farseðilinn í undanúrslitin.

FRAM og Grótta hafa mæst þrisvar á þessari leiktíð, tvisvar í deildinni og í undanúrslitum Símabikarkeppninnar.  FRAM vann heimaleikinn í deildinni í október með ellefu marka mun, 29-18, og leikinn á Seltjarnarnesi í febrúar með tíu marka mun, 36-26.  Bikarleikinn í mars vann FRAM með ellefu marka mun, 32-21.

Sagan er eins og áður segir afar hliðholl FRAM þegar litið er á viðureignir gegn Gróttu undanfarin ár.  FRAM hefur unnið tólf síðustu leiki sína gegn Seltirningum; sex í FRAMhúsinu, fimm í Hertz-höllinni og einn í Laugardalshöll.  Síðustu sjö leiki liðanna hefur FRAM unnið með nokkuð sannfærandi hætti, en fjórar af viðureignum liðanna á árunum 2008 og 2009 voru öllu jafnari.  Grótta nældi síðast í stig gegn FRAM í október 2007, en þá skildu liðin jöfn á Seltjarnarnesi, 21-21.
Grótta fagnaði síðast sigri gegn FRAM í DHL-deildinni sem þá var og hét í mars 2007, hafði þá betur í FRAMhúsinu 27-16.

Í öðrum leikjum kvöldsins taka deildarmeistarar og ríkjandi Íslandsmeistarar Vals á móti Haukum, ÍBV fær FH í heimsókn og Stjarnan fær HK í heimsókn.  Leikirnir hefjast allir klukkan 19.30.

Úrslitakeppni kvenna er að hefjast við undirleik vorsins með tilheyrandi stemmningu.  Þá er tilvalið að skella sér í FRAMhúsið og njóta handboltaveislunnar sem á borð verður borin.  MÆTUM OG HVETJUM STÚLKURNAR OKKAR TIL DÁÐA – ÞÆR EIGA ÞAÐ SVO SANNARLEGA SKILIÐ!

Lokastaðan í N1-deild kvenna (af hsi.is):

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 20 18 0 2 645:431 214 36
2. Fram 20 18 0 2 613:400 213 36
3. ÍBV 20 15 1 4 546:437 109 31
4. Stjarnan 20 13 0 7 549:481 68 26
5. HK 20 12 1 7 499:491 8 25
6. FH 20 11 0 9 492:499 -7 22
7. Grótta 20 8 1 11 465:466 -1 17
8. Haukar 20 6 0 14 463:522 -59 12
9. Selfoss 20 4 0 16 427:534 -107 8
10. Afturelding 20 2 1 17 374:568 -194 5
11. Fylkir 20 1 0 19 354:598 -244 2

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!