FRAM heimsækir Gróttu í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni N1-deildar kvenna í handknattleik á laugardag. Flautað verður til leiks í Hertzhöllini á Seltjarnarnesi klukkan 13.30.
FRAM hafði betur gegn Gróttu í fyrsta leiknum í FRAMhúsinu 39-19 og fari allt á besta veg tryggja FRAMstúlkur sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar á Nesinu.
Nú fjölmennum við í Hertzhöllina, enda Seltirningar höfðingar heim að sækja, látum vel í okkur heyra og leggjum lóð okkar á vogarskálarnar.
ÁFRAM FRAM!