Helgi Valentín Arnarson varð Íslandsmeistari í sínum flokki og Jóhann Ölvir Guðmundsson lenti í 2 sæti á Íslandsmeistaramótinu í Taikwondo sem haldið var hjá Ármanni í Laugabóli.Auk þeirra kepptu Vania Koleva og Sigurgeir Björn Geirsson.
Að mati mótshaldara, keppenda og áhorfenda var þetta eitt best heppnaðasta Íslandsmeistaramót sem hefur farið fram á síðastliðnum árum. Taikwondodeild Fram er með æfingar í Ingunnarskóla á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 til 18:30 og föstudögum kl. 18:00-19:00. Í Framheimilinu Safamýri eru æfingar á laugardögum kl. 9:30-10:30.
Fólk er velkomið að koma og fylgjast með æfingum og ræða við þjálfara.
Taekwondodeild FRAM