fbpx
IMG_0202fors

Guðlaugur Arnarsson ráðinn þjálfari FRAM

IMG_0202Guðlaugur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks FRAM í handknattleik karla og tekur hann við liðinu af Einari Jónssyni í lok yfirstandandi leiktíðar.  Guðlaugur, sem hóf handknattleiksferilinn hjá FRAM á sínum tíma, hefur undanfarin ár leikið með Akureyri við góðan orðstír.  Samningur hans við FRAM er til tveggja ára.

Guðlaugur, sem verður 35 ára síðar á þessu ári, lagði skóna á hilluna í lok síðustu leiktíðar, en kom engu að síður við sögu í nokkrum leikja Akureyrar á þessari leiktíð.  Hann hóf ferilinn eins og áður segir hjá FRAM og lék með liðinu um sjö ára skeið áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Fylki.  Guðlaugur lék einnig með Gummersbach, HK Malmö og FCK í Kaupmannahöfn áður en hann gekk til liðs við Akureyringa.  Hann er fyrst og síðast þekktur fyrir færni sína sem varnarmaður, ódrepandi baráttuvilja og leiðtogahæfileika.

IMG_0192Guðlaugur hefur sinnt þjálfun um árabil, þjálfaði m.a. yngri flokka hjá FRAM á sínum tíma, stýrði liði KA/Þórs í N1-deild kvenna á síðustu leiktíð og hefur haldið um taumana hjá 2.flokks liði Akureyrar á þessari leiktíð.

Handknattleiksdeild FRAM býður Guðlaug velkominn heim í Safamýrina.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!