fbpx
handboltastelpa 2013

Það verður mikið um að vera hjá yngri flokkunum í handbolta um helgina.

Yngra ár stráka í 6. flokk verður að leika á handboltamóti sem haldið verður í Framhúsinu í Safamýri um helgina. Þetta er síðasta mót vetrarins og stærsta mótið sem haldið er af Fram þennan veturinn, yfir 100 leikir. Stelpurnar á yngra árinu í 6. flokk verða að leika á móti sem haldið er af ÍR í íþróttahúsinu í Austurbergi.

Yngra árið í 5. flokk, bæði strákar og stelpur verða á Akureyri að taka þátt í síðasta handboltamóti vetrarins.

Nokkrir undanúrslitaleikir til Íslandsmeistara verða leiknir næstu daga.

4. flokkur stráka á eldra ári spilar leik við Þrótt í Laugardalshöll kl. 17:00 á föstudaginn.
3. flokkur kvenna, lið 2, spilar leik við Gróttu í Hertz höllinni kl. 12:00 á laugardag.
4. flokkur kvenna á eldra ári spilar leik við Aftureldingu kl. 17:00 í Framhúsinu á laugardag.

Á mánudag spilar 3. flokkur karla við ÍBV kl. 16:00 og kvenna kl. 19:45 við lið sem enn á eftir að koma í ljós hvert er. Þessi leikir fara fram í Safamýrinni.

Og loks þá spilar lið kvenna í 5. flokki Fram, leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokk, yngra ár, við lið Fjölnis, kl.  í 19:30 á mánudaginn í Grafarvogi.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!