fbpx
Almarr

Þriggja marka sigur í lokaleik Lengjubikarkeppninnar

AlmarrKarlalið FRAM í knattspyrnu lauk í kvöld leik í Lengjubikarkeppninni með því að leggja Víkinga að velli 3-0 í Víkinni.  FRAM hafnaði í fjórða sæti 2.riðils A-deildar, vann þrjá af sjö leikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur leikjum.

Almarr Ormarsson skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld strax á 10.mínútu og Viktor Bjarki Arnarsson bætti við marki fimmtán mínútum síðar.  Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir FRAM og hún hélst óbreytt þar til komið var fram í uppbótartíma, en þá bætti Almarr við öðru marki sínu og þriðja marki FRAM.

FRAM vann eins og áður segir þrjá leiki í Lengjubikarkeppninni, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur.  Sigurleikirnir voru gegn Breiðabliki (2-0), Selfossi (4-0) og Víkingi (3-0).  FRAM gerði jafntefli við Völsung í fyrstu umferðinni, 1-1, og tapaði leikjum sínum gegn KA (0-1), Val (1-4) og ÍA (2-3).

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!