fbpx
Fram-Akureyri-JGE2

Níu marka tap gegn FH

Fram-Akureyri-JGE2FRAM tapaði með níu marka mun fyrir FH, 27-36, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik í Kaplakrika í dag.  Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir heimamenn, en eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku FH-ingar öll völd í þeim síðari og unnu sannfærandi sigur.

FH-ingar voru fljótari úr startholunum í Krikanum í dag og höfðu frumkvæðið framan af fyrri hálfleik.  Frömurum vegnaði betur eftir því sem á leið, vörnin var hálf löskuð framan af en tók stórstígum framförum og það skilaði sínu.  FRAM komst yfir undir lok hálfleiksins, en FH-ingar gáfu sitt ekki eftir og höfðu eins marks forystu í hálfleik.  Allt stefndi í jafnan og spennandi síðari hálfleik og sú þróun hefði verið í samræmi við spár spekinga og sérfræðinga.
FH-ingar sýndu það strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks að þeir voru klárir í bátana á meðan FRAMarar stóðu ráðvilltir á bryggjunni.  Grimmdin og stemmningin voru hreinlega ekki til staðar, vörnin óvenjulega stöð og lek og sóknarleikurinn býsna tilviljanakenndur.  Slíkt kann sjaldnast góðri lukku að stýra.  FH-ingar byggðu upp væna forystu hratt og örugglega og vörðu hana með kjafti og klóm, voru grimmir og áræðnir og tilbúnir til að berjast um hvern einasta bolta.  Til allrar hamingju er þetta út úr karakter hjá FRAM, þetta var einfaldlega einn aff þeim dögum þar sem afar fátt gengur upp og liðið getur gert margfalt betur.
Markatalan í þessum leik skiptir engu máli, níu marka tap hefur ekkert að segja – nema menn vilji það.  Staðan er einfaldlega orðin 1-0 fyrir FH og það er kjörið tækifæri til að rétta skútuna af á þriðjudag.

Um frammistöðu einstakra leikmanna er kannski best að hafa sem fæst orð.  Róbert sýndi reyndar fína takta við og við, reif sig upp og gerði hluti sem fáir leika eftir.  Hjá FH-ingum átti Ásbjörn Friðriksson, bróðursonur Halldórs okkar Jóhanns, glimrandi leik, steig varla feilspor og virtist á köflum geta gert það sem hann langaði til og Logi nokkur Geirsson minnti viðstadda á snilli sína, tætti FRAM-vörnina í sig af kænsku og dreifði stoðsendingum eins og sælgætismolum.

Það þýðir lítið að hengja haus og missa sig í svartsýni, FRAMarar geta gert mun betur og gera það væntanlega á þriðjudaginn.  Nú fyllum við kofann og látum til okkar taka.

ÁFRAM FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!