fbpx
Fram-Valur 061212c

FRAM – FH í kvöld | Grillveisla í góða veðrinu

Fram-Valur 061212FRAM tekur á móti FH í öðum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik klukkan 19.30 í kvöld.  FH vann fyrstu rimmu liðanna með sannfærandi hætti og í kvöld dugar ekkert annað en rífandi stemmning, grillborgarar af bestu gerð og heimasigur.

FH-ingar höfðu níu marka sigur í fyrsta leiknum í Kaplakrika sl. laugardag, 36-27, en til allrar lukku skiptir markatalan engu máli – staðan í einvíginu er einfaldlega 1-0 fyrir FH og í kvöld gefst kærkomið tækifæri til að rétta skútuna af.

Þetta er fimmta viðureign FRAM og FH á þessari leikið; liðin hafa mæst þrisvar í deildinni, einu sinni í Flugfélags Íslands-bikarnum og einu sinni í úrslitakeppninni.  FH stendur betur að vígi í þessum leikjum, hefur unnið fjóra þeirra, en FRAM hefur unnið einn.  FRAMsigurinn kom í fyrsta leiknum, deildarleik í Kaplakrika í október, 29-24.  FH vann í FRAMhúsinu í nóvember 31-26, framlengdan úrslitaleik FÍ-bikarsins 28-27 og þriðja og síðasta deildarleik liðanna í Krikanum 25-23, auk leiksins sl. laugardag.

Róbert Aron Hostert hefur verið iðnastur FRAMara við það að koma boltanum í net FH-inga á leiktíðinni, en hann skoraði 18 mörk í deildarleikjunum þremur í vetur.  Sigurður Eggertsson skoraði 15 mörk, Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 13 mörk og Haraldur Þorvarðarson 11.
Ragnar Jóhannsson er markahæstur FH-inga í deildarleikjunum þremur gegn FRAM með 20 mörk og Einar Rafn Eiðsson skoraði 17 mörk.  Ásbjörn Friðriksson lék tvo af þremur deildarleikjum liðanna og skoraði 9 mörk.

Það er lykilatriði að stuðningsmenn FRAM mæti í Safamýrina í kvöld og láti vel í sér heyra. Við þurfum að jafna metin í einvíginu hið snarasta og það er gömul saga og ný að verkið sækist betur með góðum stuðningi.

Boðið verður upp á grillborgara í Safamýrinni í kvöld og því er tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi – njóta veitinga sem  eldaðar eru af grillmeisturum FRAM og framreiddar af ástríðu og leggja svo lóð á vogarskálarnar í baráttu tveggja frábærra handboltaliða. Grillið verður orðið heitt um klukkan hálfsjö og fyrstu borgarar afgreiddir með bros á vör.

ÁFRAM FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!