fbpx
Fram-Valur-hra2c

FRAM – ÍBV | Breyttur leiktími

Fram-Valur-hra2FRAM tekur á móti ÍBV í þriðja leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik á miðvikudag.  Leikurinn var upphaflega settur á klukkan 19.30, en hefur verið færður fram um eina klukkustund og hefst því klukkan 18.30.

FRAM stendur vel að vígi í rimmunni gegn ÍBV, vann fyrsta leikinn í FRAMhúsinu með eins marks mun og annan leikinn í Vestmannaeyjum með tíu marka mun og hefur því forystu í einvíginu, 2-0.  Með sigri á miðvikudag geta FRAMstúlkur tryggt sér sæti í úrslitum N1-deildarinnar, gegn annað hvort Val eða Stjörnunni.

Leikur FRAM og ÍBV hefst eins og áður segir klukkan 18.30 á miðvikudag.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!