fbpx
Fram-Stjarnan-SJ2

FRAM – ÍBV klukkan 18.30 í kvöld

Fram-Stjarnan-SJFRAM og ÍBV mætast í þriðja leik undanúrslita N1-deildar kvenna í handknattleik í FRAMhúsinu klukkan 18.30 í kvöld. Sérstök athygli er vakin á breyttum leiktíma, en leikurinn var upphaflega settur á kl. 19.30. Boðið verður upp á sérlega gómsætar flatbökur fyrir leik og í hálfleik í kvöld og vonir standa til þess að stuðningsmenn FRAM yfirgefi húsið bæði saddir og sáttir í leikslok.

FRAM hefur unnið báða leiki liðanna til þessa og með sigri í kvöld tryggja þær bláklæddu sér sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn.  Fyrsta leikinn í FRAMhúsinu vann FRAM með eins marks mun, 25-24, og annan leikinn í Eyjum með tíu marka mun, 28-18.  Frammistaðan í þeim leik gefur fulla ástæðu til bjartsýni fyrir kvöldi.

Þegar tölfræði fyrstu tveggja leikja liðanna í undanúrslitunum er skoðuð má sjá að FRAMstúlkur dreifa markaskorun á milli sín af fagmennsku.  Stella skoraði 10 mörk (4/6) í leikjunum tveimur, lék lítið sem ekkert í síðari hálfleik fyrsta leiksins vegna meiðsla, og Birna (7/2) og Elísabet (6/3) skoruðu 9 mörk hvor.  Guðrún Þóra (1/5)og Sigurbjörg (2/4) skoruðu 6 mörk, Marthe 5 mörk (4/1) og Sunna (1/3) og Ásta Birna (0/4) 4 mörk hvor.
Drífa Þorvaldsdóttir (6/5) er markahæst í liði ÍBV með 11 mörk í leikjunum tveimur.  Simona Vintila (5/3) skoraði 8 mörk og Georgeta Grigore (5/2) skorarði 7 mörk, en hörkufín FRAMvörnin hélt hressilega aftur af þeim í leiknum í Eyjum.  Guðbjörg Guðmannsdóttir (4/2) kemur næst í markaskorun með 6 mörk og Ester Óskarsdóttir (3/2) skoraði 5 mörk.  Sandra Dís Sigurðardóttir skoraði 2 mörk, Rakel Hlynsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir 1 mark hvor og allar skoruðu þær mörkin sín í leiknum í Eyjum.

FRAMstúlkur standa á þröskuldinum og nú ríður á að styðja hraustlega við bakið á þeim.  Fjölmennum í FRAMhúsið í kvöld og tryggjum stelpunum okkar sæti í úrslitarimmu N1-deildarinnar.

Pizzur verða seldar í sjoppunni fyrir leik og í hálfleik.  Hvað er huggulegra en notaleg kvöldstund í Safamýrinni; flatbökur og góður handboltaleikur?

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0