fbpx
Fram-ÍR 201012c

FRAM heimsækir FH í Kaplakrika

Fram-Akureyri-SEbFRAM og FH mætast í þriðja leik undanúrslitarimmu N1-deildar karla í handknattleik klukkan 19.30 í kvöld í Kaplakrika.  Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 1-1, en þau hafa unnið sinn hvorn heimaleikinn með nokkuð sannfærandi hætti.  Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur og stuðningsmenn FRAM eru hvattir til að fjölmenna í fjörðinn fagra og láta hressilega í sér heyra.

FH-ingar unnu níu marka sigur í fyrsta leik þessarar rimmu í Kaplakrika, 36-27, en FRAMarar svöruðu með ljómandi leik og góðum sigri í FRAMhúsinu, 24-19.  Varnarleikur og markvarsla voru þá með besta móti og engin ástæða til annars en að binda vonir við að framhald verði þar á í Krikanum í kvöld.

Jóhann Gunnar skoraði mest FRAMara í tveimur fyrstu leikjunum, eða 13 mörk (8/5).  Róbert skoraði 9 mörk (6/3), Stefán Baldvin 7 mörk (4/3) og Sigurður Eggertsson (3/2) og Ægir (2/3) skoruðu 5 mörk hvor.  Garðar skoraði 4 mörk (1/3).  Sigfús Páll (1/1), Ólafur (0/2) og Jón Arnar (0/2) skoruðu 2 mörk hver og Haraldur (1/0) og Stefán Darri (1/0) sitt markið hvor.
Ásbjörn Friðriksson skoraði 12 mörk í fyrstu tveimur leikjunum (10/2) og Einar Rafn Eiðsson 11 mörk (7/4).  Þorkell Magnússon skoraði 9 mörk (4/5), Ragnar Jóhannsson 7 mörk (3/4) og Andri Berg Haraldsson 4 mörk (1/4).  Sigurður Ágústsson og Logi Geirsson skoruðu 3 mörk, öll í fyrri leiknum og þrír leikmenn skoruðu tvö mörk; Halldór Guðjónsson (2/0), Magnús Óli Magnússon (2/0) og Atli Rúnar Steinþórsson (1/1).

Þessi þriðji leikur í rimmunni er mikilvægur, sigurliðið í kvöld tekur býsna stórt skref í átt að úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn og það skiptir höfuðmáli að FRAMdrengir fái þann stuðning sem þeir eiga skilinn.
MÆTUM Í KRIKANN Í KVÖLD STYÐJUM FRAM TIL GÓÐRA VERKA!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!