Fram-ÍR 201012c

FRAM heimsækir FH í Kaplakrika

Fram-Akureyri-SEbFRAM og FH mætast í þriðja leik undanúrslitarimmu N1-deildar karla í handknattleik klukkan 19.30 í kvöld í Kaplakrika.  Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 1-1, en þau hafa unnið sinn hvorn heimaleikinn með nokkuð sannfærandi hætti.  Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur og stuðningsmenn FRAM eru hvattir til að fjölmenna í fjörðinn fagra og láta hressilega í sér heyra.

FH-ingar unnu níu marka sigur í fyrsta leik þessarar rimmu í Kaplakrika, 36-27, en FRAMarar svöruðu með ljómandi leik og góðum sigri í FRAMhúsinu, 24-19.  Varnarleikur og markvarsla voru þá með besta móti og engin ástæða til annars en að binda vonir við að framhald verði þar á í Krikanum í kvöld.

Jóhann Gunnar skoraði mest FRAMara í tveimur fyrstu leikjunum, eða 13 mörk (8/5).  Róbert skoraði 9 mörk (6/3), Stefán Baldvin 7 mörk (4/3) og Sigurður Eggertsson (3/2) og Ægir (2/3) skoruðu 5 mörk hvor.  Garðar skoraði 4 mörk (1/3).  Sigfús Páll (1/1), Ólafur (0/2) og Jón Arnar (0/2) skoruðu 2 mörk hver og Haraldur (1/0) og Stefán Darri (1/0) sitt markið hvor.
Ásbjörn Friðriksson skoraði 12 mörk í fyrstu tveimur leikjunum (10/2) og Einar Rafn Eiðsson 11 mörk (7/4).  Þorkell Magnússon skoraði 9 mörk (4/5), Ragnar Jóhannsson 7 mörk (3/4) og Andri Berg Haraldsson 4 mörk (1/4).  Sigurður Ágústsson og Logi Geirsson skoruðu 3 mörk, öll í fyrri leiknum og þrír leikmenn skoruðu tvö mörk; Halldór Guðjónsson (2/0), Magnús Óli Magnússon (2/0) og Atli Rúnar Steinþórsson (1/1).

Þessi þriðji leikur í rimmunni er mikilvægur, sigurliðið í kvöld tekur býsna stórt skref í átt að úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn og það skiptir höfuðmáli að FRAMdrengir fái þann stuðning sem þeir eiga skilinn.
MÆTUM Í KRIKANN Í KVÖLD STYÐJUM FRAM TIL GÓÐRA VERKA!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email