FRAM heimsækir ÍR í Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu í kvöld. Flautað verður til leiks á Hertzvellinum í Breiðholti klukkan 19.00. Liðin hafa bæði 3 stig í 1.riðli C-deildar Lengjubikarkeppninnar, FRAM eftir tvo leiki en ÍR eftir einn.
FRAM hóf leik í Lengjubikarkeppninni með tapi gegn ÍA á Akranesi 1-9, en kvittaði hressilega fyrir tapið með því að leggja Víking frá Ólafsvík í öðrum leik sínum 8-0. Liðið hefur því þrjú stig eftir tvo leiki og markatöluna 9-9. Hópurinn er óðum að þéttast og liðið tekur framförum með hverjum leik.
ÍR hefur leikið einn leik í Lengjubikarkeppninni, vann Víking frá Ólafsvík á heimavelli 2-0, en leik leik ÍR og ÍA sem fram átti að fara sl. þriðjudag var frestað.
Búast má við áhugaverðum leik í Breiðholtinu í kvöld og eru stuðningsmenn FRAM hvattir til að fjölmenna og styðja vel við bakið á bráðefnilegu Safamýrarliði.