fbpx
Leikir001

Úrslit N1-deildanna | Leikjadagskrá FRAM

Leikir001FRAM stendur í þeim mögnuðu sporum nú á vormánuðum að bæði karla- og kvennalið félagsins leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil í handknattleik.  Karlaliðið mætir Haukum og kvennaliðið glímir við Stjörnuna.  Handboltadagskrá næstu vikna er því ansi álitleg.

Miðvikudaginn 1.maí fagnar Knattspyrnufélagið FRAM 105 ára afmæli sínu og leikjadagskrá úrslitakeppninnar er afmælisbarninu sérstaklega að skapi.  Þennan dag leika bæði FRAMliðin á heimavelli, kvennaliðið klukkan 17.00 og karlaliðið klukkan 19.45.  Mikið verður um dýrðir í FRAMhúsinu og vissara að taka daginn frá.

Úrslitakeppni karla:
Mán. 29.apríl kl. 20.00 | Haukar – FRAM | Schenkerhöll
Mið. 1.maí kl. 19.45 | FRAM – Haukar | FRAMhús
Lau. 4.maí kl. 15.00 | Haukar – FRAM | Schenkerhöll
Mán. 6.maí kl. 19.45 | FRAM – Haukar | FRAMhús *
Mið. 8.maí kl. 19.45 | Haukar – FRAM | Schenkerhöll*

Úrslitakeppni kvenna:
Fim. 25.apríl kl. 15.00 | FRAM – Stjarnan | FRAMhús
Sun. 28.apríl kl. 15.00 | Stjarnan – FRAM | Mýrin
Mið. 1.maí kl. 17.00 | FRAM – Stjarnan | FRAMhús
Fös. 3.maí kl. 19.45 | Stjarnan – FRAM | Mýrin
Sun. 5.maí kl. 15.00 | FRAM – Stjarnan | FRAMhús

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!