fbpx
Hjálmdís 3x Reykjavíkurmeistari 2013 Vefur

Fundargerð aðalfundar skíðadeildar FRAM

Aðalfundur Skíðadeildar Fram þann 4.04.2013 í félagsheimili Fram í Safamýri.

Fundurinn var settur kl. 21:30.  Það voru um 20 manns sem sátu fundinn.

Formaður skíðadeildarinnar, Kristján Kristjánsson, setti fundinn og tilnefndi Pál Haraldsson sem fundarstjóra sem var samþykkt samhljóða.  Þorvaldur E. Sigurðsson var kosinn með lofataki ritari fundarins.

Formaðurinn flutti skýrslu stjórnar skíðadeildarinnar fyrir síðasta tímabilið.  Sjá nánar meðfylgjandi skýrslu.

Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga og gerði grein fyrir fjárhag skíðadeildarinnar.  Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.  Ljóst er að skíðadeildin stendur vel fjárhagslega miðað margar aðrar deildir innan Fram.

Kosin var stjórn skíðadeildar Fram fyrir næsta tímabil sem hér segir :

a)      formaður Kristján Kristjánsson

b)      gjaldkeri og prókúruhafi Jóna Helena Jónsdóttir

c)      ritari Þorvaldur E. Sigurðsson

d)     meðstjórnendur Lára Jónsdóttir og Níels Þór Ólafsson og Ingi R. Júlíusson og Rúnólfur Geir Benediktsson

e)      varastjórn Guðmundur Símonarsson og Sigurður Nikulásson og Smári Ríkarðsson

f)       Stjórn skíðadeildarinnar mun tilnefna fulltrúa skíðadeildarinnar í stjórn Skíðaráðs Reykjavíkur (SKRR)

g)      Stjórn skíðadeildarinnar mun tilnefna fulltrúa skíðadeildarinnar í stjórn Skíðalið Reykjavíkur og Breiðabliks (SLRB)

h)      Stjórn skíðadeildarinnar mun tilnefna fulltrúa og varafulltrúar á aðalfund Fram.

Undir önnur mál var rætt:

–          Sala bíls í eigu deildarinnar.

  • Tillaga er frá formanni um að selja bifreið í eigu Skíðadeildarinnar. Tillaga er um að þeir Guðmundur Símonarson og Níels Þór Ólafsson annist söluna.
  • Niðurstaða : Stjórnin mun skoða valkosti nánar.

–          Viðhald á skála.

  • Tillaga er frá formanni um að ráðist verði í nauðsynlegasta viðhald á skála deildarinnar í Eldborgargili. Leitað verði álits fagmanns á því hvað er brýnast og framkvæmt fyrir þá upphæð sem styrkur ÍTR, 800.000 krónur, veitir svigrúm til.
  • Niðurstaða : Tillagan samþykkt.

–          Sala skíðaskálans.

  • Tillaga er frá formanni um að skálinn verði auglýstur til sölu í haust eftir að viðhald hefur farið fram.
  • Niðurstaða : Tillagan samþykkt með þeim orðum að stjórnin hafi umboð til að vinna þetta atriði nánar.

–          Ráðstöfun söluhagnaðar.

  • Tillaga er frá formanni um að söluhagnaður vegna sölu skíðaskála leggist við eigið fé Skíðadeildar Fram og ákveðið verði á sérstökum fundi um ráðstöfun þess fjár. Tillaga er frá formanni um að fjármunir verði nýttir til að styðja við skíðamenn og skíðaíþróttina samkvæmt nánar útfærðum hugmyndum sem afgreiddar yrðu af stjórn deildarinnar.
  • Niðurstaða : Tillagan samþykkt sem viljayfirlýsingu sem verður ákveðið nánar síðar ef af sölu verður á skíðaskála skíðadeildarinnar í Eldborgargili.

–          Framhald þjálfunar í yngri flokkum.

  • Tillaga er frá formanni um að formlegur samningur við Breiðablik um þjálfun í flokki barna yngri en 14 ára verði ekki endurnýjaður og þess í stað verði greitt fyrir þjálfun barna í Fram – á meðan þeim ekki fjölgar – fyrir ár hvert sambærileg æfingagjöldum annarra félaga eða því sem næst. Eðlilegt þykir að greiða álag fyrir börn úr Fram sem nýta sér þjálfun á vegum annarra félaga, en stefnt að því að kostnaður pr. barn verði ekki hærri en 150.000 krónur (gjald til félags +  æfingagjald) miðað við árið 2013, en reiknist svo miðað við verðlagsvísitölu. Tillaga er frá formanni að leita áfram eftir því að börn úr Fram geti æft með Breiðablik/KR.
  • Niðurstaða : Tillagan var dregin til baka og niðurstaðan var sú að það kæmi í hlut nýrrar stjórnar að finna hagkvæma lausn þessara mála.

–          Framhald samstarfs á vegum SLRB (Skíðaliðs Reykjavíkur og Breiðabliks).

  • Tillaga er frá formanni um að Fram styðji áframhaldandi samstarf um rekstur skíðaliðs í flokki 16 ára+, en óskað verði eftir að félagið greiði aðeins helming af fastagjaldi, eða 100.000 krónur á ári, í stað 200.000 króna sem nú er greitt. Fyrir dyrum standa viðræður félaganna um framhaldið og lagt er til að formaður fari með þetta vegarnesti á þann fund.
  • Niðurstaða : Tillagan var dregin til baka og niðurstaðan var sú að það kæmi í hlut nýrrar stjórnar að finna hagkvæma lausn þessara mála.

–          Ályktun aðalfundar Skíðadeildar Fram um aðstöðu deildarinnar.

  • Tillaga er frá formanni um eftirfarandi ályktun aðalfundar:
    • Aðalfundur Skíðadeildar Fram haldin 4. apríl 2013 ítrekar óánægju deildarinnar með þá ákvörðun yfirvalda að hafa Eldborgarsvæðið lokað í allan vetur.   Aðalfundur lýsir mikilli óánægju með forgangsröðun á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og sér sig knúna til að grípa til nauðsynlegra ráðstafana af þeim sökum. Aðalfundur Skíðadeildar Fram hvetur Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem aðild eiga að rekstri skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu, til að endurskoða afstöðu sína til uppbyggingar svæðanna, hefja nú þegar snjóframleiðslu og byggja upp aðstöðu til hollrar útivistar og íþróttaiðkunar fyrir allan almenning í stað þess að skerða aðstöðuna jafnt og þétt. Nýliðnir páskar sýna svo ekki verður um villst að almennur skíðaáhugi er mikill og skorar aðalfundur Skíðadeildar Fram á rekstraraðila skíðasvæðanna að virða þann áhuga og koma til móts við hann.

–          Tillaga að skíðadeildin myndi koma upp Fésbókar-síðu.  Umsjón um framkvæmd sett í hendur nýrrar stjórnar.

–          Rifjað var upp að til er póstfangið skidi@fram.is til að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri.  Einnig að slóðin http://fram.is/skidadeild/ er til staðar.

–          Stefán Pálsson er búinn að skrifa sögu skíðadeildarinnar.

–          Til minnis, það þarf að rukka styrki frá ÍTR / ÍBR ásamt öllum öðrum mögulegum styrkjum.

–          24. april 2013 er 105 ára afmæli Fram.

Meira var ekki rætt og fundi slitið kl. 22:30

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!