fbpx
Arsel augl 255X390.indd

Sumarhlaup FRAM | Hátíðardagskrá í Grafarholti

Almenningsíþróttadeild Fram heldur hið árlega Fram-hlaup í Grafarholti og Úlfarsárdal á Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl.  Hlaupið er hluti af viðamikilli sumarhátíðardagskrá í Grafarholti.

Hlaupið hefst kl. 10:00 við Ingunnarskóla en skráning byrjar í anddyri skólans kl. 09:30.

Tvær vegalengdir verða í boði:
–          3 km skemmtiskokk
–          7,6 km hlaup í kringum Rauðavatn

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki, fyrir börn og fullorðna.  Öll börn fá viðurkenningarskjal að loknu hlaupi.

Fram kemur einnig að skemmtun í Ingunnarskóla og við Grafarholtstorg sem hefst klukkan 13.30.  Þar mun félagið bjóða upp á bingó, kökubasar og veitingasölu og allt er þetta liður í fjáröflun yngri flokka í fótboltanum.

Sumarbingó Fram – Frábærir vinningar!

Á sumardaginn fyrsta verður haldið hefðbundið sumarbingó á vegum Fram.

Að þessu sinni eru það 3. og 4. fl. kk og kvk í knattspyrnu sem hafa veg og vanda að undirbúningi og skiplagningu en þessir flokkar eru að fara í æfingaferð til Spánar í sumar.

Frábærir vinningar: Framfatnaður, gjafamiðar ýmiskonar (út að borða, laser-tag, snyrting o.fl.), landsliðstreyja, snyrtivörur og margt, margt fleira.  Aðalvinningurinn er svo ekki af verri endanum: Samsung Galaxy Ace 2.

Kökubasar – frábært að taka með sér köku heim til að fagna sumri J

Kaffisala á staðnum – nauðsynlegt að fá sér sopa og bita á meðan maður spilar æsispennandi bingó.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Arsel augl 255X390.indd

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!