FRAM hafði í dag betur gegn Keflavík 4-2 í lokaleik sínum í 1.riðli C-deildar Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var jöfn, 1-1. FRAM situr sem stendur í öðru sæti riðilsins með sjö stig, tveimur stigum á eftir toppliði ÍA og einu fyrir ofan Keflavík. ÍR, sem náð getur FRAM að stigum, mætir ÍA í lokaleik sínum og þarf að vinna þann leik með fjögurra marka mun til að skjótast upp í annað sætið.
Leikurinn í Úlfarsárdalnum í dag fór fjörlega af stað. Sara Lissy Chontosh kom FRAM yfir strax á 9.mínútu, en Hulda Matthíasdóttir jafnaði metin fyrir Keflavík fimm mínútum síðar. Þóra Rut Jónsdóttir kom FRAM í 2-1 eftir fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik og Sara Lissy skoraði sitt annað mark og þriðja mark FRAM á 69.mínútu, 3-1. Íris Björk Rúnarsdóttir hleypti spennu í leikinn þegar hún minnkaði muninn átta mínútunum fyrir leikslok, en Alda Karen Jónsdóttir gulltryggði sætan sigur með marki í uppbótartíma, 4-2 fyrir FRAM.
FRAM 4-2 Keflavík (1-1)
1-0 Sara Lissy Chontosh 9.mín.
1-1 Hulda Matthíasdóttir 14.mín.
2-1 Þóra Rut Jónsdóttir 49.mín.
3-1 Sara Lissy Chontosh 69.mín.
3-2 Íris Björk Rúnarsdóttir 82.mín.
4-2 Alda Karen Jónsdóttir 90.mín.
Staðan í 1.riðli C-deildar Lengjubikarkeppni kvenna:
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | ÍA | 3 | 3 | 0 | 0 | 26-2 | 24 | 9 |
2 | Fram | 4 | 2 | 1 | 1 | 14-12 | 2 | 7 |
3 | Keflavík | 4 | 2 | 0 | 2 | 10-13 | -3 | 6 |
4 | ÍR | 3 | 1 | 1 | 1 | 4-5 | -1 | 4 |
5 | Víkingur Ó. | 4 | 0 | 0 | 4 | 3-25 | -23 | 0 |