Stúlkurnar í 3.flokki FRAM í handknattleik bættu enn einni skautfjöðrinni í hattinn í dag þegar þær tryggðu sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Gróttu í úrslitaleik í Hertzhöllinni 24-12. Sigur FRAMstúlkna var afar sannfærandi eins og tölurnar bera með sér og þetta frábæra lið hefur nú sankað að sér öllum þeim titlum sem í boði voru í vetur.
Strákarnir í 4.flokki mættu Selfyssingum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í dag og máttu þar sætta sig við fimm marka tap, 18-23.
Fjölnir varð Íslandsmeistari í 4.flokki kvenna yngri og Stjarnan fagnaði sigri í 4.flokki kvenna eldri. ÍBV varð Íslandsmeistari í 4.flokki karla yngri og Selfoss í 4.flokki karla eldri, eftir sigur á FRAM. FH hirti titilinn í 3.flokki karla, FRAM í 3.flokki kvenna og FH fagnaði sigri í Hafnarfjarðarslag í 2.flokki karla.
Úrslit dagsins:
Fjölnir 17–15 HK | 4.fl. kvenna – yngri
HK 19–20 ÍBV | 4.fl. karla – yngri
Stjarnan 17–15 HK | 4.fl. kvenna – eldri
Selfoss 23–18 FRAM | 4.fl. karla – eldri
Grótta 18–26 FH | 3.fl. karla
FRAM 24–12 Grótta | 3.fl. kvenna
FH 32–22 Haukar | 2.fl. karla