FRAM og Stjarnan mætast öðru sinni i úrslitarimmu N1-deildar kvenna í handknattleik í dag. Flautað verður til leiks í Mýrinni í Garðabæ klukkan 15. Stjarnan vann sem kunngt er fyrsta leikinn í FRAMhúsinu með eins marks mun og FRAMsigur er því afar eftirsóknarverður í dag.
Reikna má með jöfnum og spennandi leik í dag, harla ólílkegt er að gefið verði eftir þegar svo mikið er í húfi. FRAMarar hafa verið duglegir að mæta og styðja liðin sín, bæði karla og kvenna, þegar mikið liggur undir og það er lykilatriði að framhald verði þar á í dag.
FRAMARAR! FJÖLMENNUM Í MÝRINA OG LÁTUM VEL Í OKKUR HEYRA!