fbpx
Fram-UMFA-SBS3fors

FRAM og Haukar hefja titilbaráttuna í kvöld

Fram-UMFA-SBS3FRAM og Haukar hefja í kvöld titilbaráttu sína í N1-deild karla í handknattleik.  Fyrsti leikur liðanna fer fram á heimavelli deildarmeistara Hauka, Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði, og hefst klukkan 20.  Þetta er fimmta viðureign liðanna á þessari leiktíð, en þau hafa unnið tvo leiki hvort um sig.  FRAM vann báða leikina gegn Haukum eftir áramót.

FRAM tryggði sér sem kunnugt er sæti í úrslitarimmunni með sannfærandi frammistöðu gegn FH.  Eftir níu marka tap í fyrsta leiknum í Kaplakrika snéru FRAMdrengir taflinu sér í hag, unnu þrjá næstu leiki og tvo þá síðustu með dramatískum og eftirminnilegum hætti.
Haukar mættu ÍR-ingum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og athyglisvert er að einvígin tvö eru að mörgu leyti keimlík.  ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn en Haukar þrjá þá næstu, einn leikjanna var vægast sagt ójafn (tíu mark sigur Hauka) og tveir síðustu leikirnir unnust með eins marks mun.

FRAM og Haukar hafa eins og áður segir mæst fjórum sinnum á þessari leiktíð, þrisvar í deild og einu sinni í deildarbikar.  Haukar unnu tvo fyrstu leikina, deildarleikina tvo sem spilaður voru fyrir áramót; 31-24 í Schenkerhöllinni og 21-20 í FRAMhúsinu.  FRAM vann hins vegar báða leiki liðanna eftir áramót, fyrst í Flugfélags Íslands-deildarbikarnum í Strandgötunni 22-17 og svo heimaleik í deildinni 25-17.

FRAM og Haukar mættust síðast í úrslitakeppni fyrir fjórum árum.  FRAM vann fyrsta leikinn í rimmunni við Hauka í undanúrslitunum 2009, en Haukar unnu tvo þá næstu, mættu Val í úrslitarimmu og höfðu þar betur 3-1.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!