fbpx
Jordan Halsman fors

Jordan Halsman til liðs við FRAM

Jordan Halsman
Jordan Halsman

Knattspyrnudeild FRAM hefur komist að samkomulagi við skoska knattspyrnumannin Jordan Halsman um að hann leiki með karlaliði félagsins á komandi leiktíð.  Halsman er 21 árs Skoti sem alla jafna leikur í stöðu vinstri bakvarðar, en getur einnig leyst stöðu vinstri kantmanns með sóma.

Halsman er uppalinn hjá Aberdeen í Skotlandi, en gekk til liðs við Motherwell fyrir þremur árum.  Hann lék um hríð sem lánsmaður með Annan Athletic, Dumbarton og Albion Rovers í Skotlandi og gekk í fyrra til liðs við fyrstu deildar lið Greenock Morton.

Halsman er væntanlegur til landsins fyrir helgi.  Keppni í Pepsi-deild karla hefst sem kunnugt er á sunnudag og FRAM heimsækir Víking í Ólafsvík í fyrstu umferðinni.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!