Knattspyrnudeild FRAM hefur komist að samkomulagi við skoska knattspyrnumannin Jordan Halsman um að hann leiki með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Halsman er 21 árs Skoti sem alla jafna leikur í stöðu vinstri bakvarðar, en getur einnig leyst stöðu vinstri kantmanns með sóma.
Halsman er uppalinn hjá Aberdeen í Skotlandi, en gekk til liðs við Motherwell fyrir þremur árum. Hann lék um hríð sem lánsmaður með Annan Athletic, Dumbarton og Albion Rovers í Skotlandi og gekk í fyrra til liðs við fyrstu deildar lið Greenock Morton.
Halsman er væntanlegur til landsins fyrir helgi. Keppni í Pepsi-deild karla hefst sem kunnugt er á sunnudag og FRAM heimsækir Víking í Ólafsvík í fyrstu umferðinni.