FRAM heimsækir Víking Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu klukkan 17 á sunnudag, 5.maí. Til stendur að efna til hópferðar stuðningsmanna, að því gefnu að þátttaka sé næg, og er stefnt að því að rúta fari frá FRAMheimilinu í Safamýri um klukkan 13 á sunnudag.
Ferðin er farin í samvinnu við Snæland Grímsson og verður land lagt undir fót í þægilegri og rúmgóðri rútu. Tímaáætlun gerir ráð fyrir því að stoppað verði, t.d. í Borgarnesi, til að fylla á mennska tanka og haldið verður heim á leið fljótlega eftir að leik lýkur.
Verð: 4000 krónur.
Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á fram(at)fram.is og tilgreina þar nafn, símanúmer og fjölda ferðalanga eftir því sem við á.
Athugið að til þess að ferðin sé framkvæmanleg þarf FRAMhópurinn að telja a.m.k. 30 manns, ella verður að leggja góða áætlun til hliðar.