FRAM heimsækir Stjörnuna í fjórða leik úrslitarimmu N1-deildar kvenna klukkan 18.45 í kvöld. Hér duga engin vettlingatök, FRAM hreinlega verður að vinna leikinn til að forða því að Garðbæingar lyfti Íslandsbikarnum og stuðningur áhorfenda er lykilatriði í þessu samhengi.
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stjörnuna, sem unnið hefur báða leiki liðanna í FRAMhúsinu. FRAM vann hins vegar annan leikinn í Mýrinni með nokkuð sannfærandi hætti og von blárra er auðvitað sú að takturinn verði sá sami, enn um stund.
Allt verður lagt í sölurnar í kvöld, taugar þandar og svitinn bogar. Stelpurnar okkar þurfa á stuðningi að halda – áttundi maðurinn í stúkunni verður að láta til sín taka!
FRAMARAR – MÆTUM Í MÝRINA OG LÁTUM Í OKKUR HEYRA!