fbpx
Fram-Haukar - RAHfors

Þriðji kaflinn í einvígi FRAM og Hauka á laugardag

Fram-Haukar - RAHFRAM heimsækir Hauka í þriðja leik úrslitarimmu N1-deildar karla í handknattleik klukkan 15 á laugardag og staðan er einföld; FRAM á möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2006.  Fyrstu tveir leikirnir voru hnífjafnir og átakanlega spennandi; FRAM vann fyrsta leikinn að Ásvöllum með tveggja marka mun og tvífrramlengdan háspennuleik í FRAMhúsinu á miðvikudag með fimm marka mun.

Ganga má að því vísu að leikurinn í Schenkerhöllinni á laugardag verður tilfinningaþrunginn og spennandi.  Stemmningin á áhorfendapöllunum hefur verið frábær og verður það án nokkurs vafa í þessum þriðja leik.  Það hlýtur að vera óþarfi að hvetja FRAMara til að fjölmenna í Hafnarfjörð, en við gerum það samt.

FJÖLMENNUM OG LEGGJUM OKKAF AF MÖRKUM – STRÁKARNIR EIGA MÖGULEIKA Á AÐ TRYGGJA SÉR TITIL SEM ENGINN REIKNAÐI MEÐ AÐ ÞEIR MYNDU VINNA!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email