fbpx
Fram-Haukar - RAHfors

Þriðji kaflinn í einvígi FRAM og Hauka á laugardag

Fram-Haukar - RAHFRAM heimsækir Hauka í þriðja leik úrslitarimmu N1-deildar karla í handknattleik klukkan 15 á laugardag og staðan er einföld; FRAM á möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2006.  Fyrstu tveir leikirnir voru hnífjafnir og átakanlega spennandi; FRAM vann fyrsta leikinn að Ásvöllum með tveggja marka mun og tvífrramlengdan háspennuleik í FRAMhúsinu á miðvikudag með fimm marka mun.

Ganga má að því vísu að leikurinn í Schenkerhöllinni á laugardag verður tilfinningaþrunginn og spennandi.  Stemmningin á áhorfendapöllunum hefur verið frábær og verður það án nokkurs vafa í þessum þriðja leik.  Það hlýtur að vera óþarfi að hvetja FRAMara til að fjölmenna í Hafnarfjörð, en við gerum það samt.

FJÖLMENNUM OG LEGGJUM OKKAF AF MÖRKUM – STRÁKARNIR EIGA MÖGULEIKA Á AÐ TRYGGJA SÉR TITIL SEM ENGINN REIKNAÐI MEÐ AÐ ÞEIR MYNDU VINNA!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!