fbpx
Fram-Valur-bikar-SJ4

Úrslitin ráðast í FRAMhúsinu á sunnudag | FRAM-Stjarnan kl. 15

Fram-UMFA kvFRAM og Stjarnan mætast í oddaleik úrslitarimmu N1-deildar kvenna í handknattleik í FRAMhúsinu klukkan 15 á sunnudag.  Staðan í einvíginu er jöfn, 2-2, liðin hafa unnið útileikina á víxl en stefnan er að þetta mynstur verði brotið upp á sunnudag.  FRAM varð síðast Íslandsmeistari kvenna árið 1990 og tímabært að bæta titli í safnið.

Úrslitarimma FRAM og Stjörnunnar hefur haft upp á allt að bjóða; frábær tilþrif, spennu og dramatík.  Úrslitaleikurinn á sunnudag er leikur sem enginn FRAMari má láta framhjá sér fara, stemmningin á leikjunum hefur verið frábær og það er gríðarlega mikilvægt að bláir fjölmenni í FRAMhúsið og láti hressilega til sín taka.  Stuðningurinn skiptir gríðarlega miklu máli – frábær stuðningur í Mýrinni á föstudag fleytti liðinu yfir erfiðasta hjallinn og nú þarf að endurtaka þann leik.

FRAMARAR!!! MÆTUM Í FRAMHÚSIÐ OG LYFTUM ÞAKINU AF KOFANUM – TRYGGJUM TITILINN MEÐ STUÐNINGI OG ALMENNUM GLEÐILÁTUM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!