fbpx
Fram-Valur-bikar-SJ4

Úrslitin ráðast í FRAMhúsinu á sunnudag | FRAM-Stjarnan kl. 15

Fram-UMFA kvFRAM og Stjarnan mætast í oddaleik úrslitarimmu N1-deildar kvenna í handknattleik í FRAMhúsinu klukkan 15 á sunnudag.  Staðan í einvíginu er jöfn, 2-2, liðin hafa unnið útileikina á víxl en stefnan er að þetta mynstur verði brotið upp á sunnudag.  FRAM varð síðast Íslandsmeistari kvenna árið 1990 og tímabært að bæta titli í safnið.

Úrslitarimma FRAM og Stjörnunnar hefur haft upp á allt að bjóða; frábær tilþrif, spennu og dramatík.  Úrslitaleikurinn á sunnudag er leikur sem enginn FRAMari má láta framhjá sér fara, stemmningin á leikjunum hefur verið frábær og það er gríðarlega mikilvægt að bláir fjölmenni í FRAMhúsið og láti hressilega til sín taka.  Stuðningurinn skiptir gríðarlega miklu máli – frábær stuðningur í Mýrinni á föstudag fleytti liðinu yfir erfiðasta hjallinn og nú þarf að endurtaka þann leik.

FRAMARAR!!! MÆTUM Í FRAMHÚSIÐ OG LYFTUM ÞAKINU AF KOFANUM – TRYGGJUM TITILINN MEÐ STUÐNINGI OG ALMENNUM GLEÐILÁTUM!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!