fbpx
Fram-Haukar - OJMfors

FRAM – Haukar | Fjórði leikurinn í FRAMhúsinu í kvöld

Fram-Haukar - OJMFRAM og Haukar mætast fjórða sinni í úrslitarimmu N1-deildar karla í handknattleik í FRAMhúsinu í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.45, staðan í einvíginu er 2-1 fyrir FRAM og heimasigur myndi því tryggja þeim bláu Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2006.

FRAM vann tvo fyrstu leikina í einvíginu; 20-18 í Schenkerhöllinni að Ásvöllum og 35-30 í tvíframlengdum  háspennuleik í FRAMhúsinu. Haukarnir svöruðu með sigri í þriðja leiknum á heimavelli, 27-24.

Leikir FRAM og Hauka hafa verið spennuhlaðnir og stórskemmtilegir, stemmningin eins og best verður á kosið og engin breyting verður þar á í kvöld. Það er staðfest. Við hvetjum FRAMara auðvitað til að fjölmenna og láta hraustlega til sín taka – stuðningurinn í kvöld gæti hreinlega klárað þetta einvígi.
FJÖLMENNUM OG TRYGGJUM FRAMSIGUR!

Boðið verður upp á rómaða grillborgara fyrir leikinn í kvöld – grillin verða orðin funheit kl. 18.30 og því ætti enginn að þurfa að upplifa stemmninguna og stuðið á tóman maga.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email