fbpx
OK

FRAMarar sóttu þrjú stig til Ólafsvíkur

OKFRAM hóf leik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þetta árið með því að heimsækja nýliða Víkings í Ólafsvík í dag og sækja þangað þrjú stig.  FRAM fagnaði sigri í þessum fyrsta leik Víkinga í efstu deild 2-1, en mörkin voru öll skoruð í fyrri hálfleik.

Almarr Ormarsson skoraði fyrsta deildarmark FRAM á leiktíðinni þegar hann nýtti sér aulagang í vörn Víkinga í kjölfar fyrirgjafar Steven Lennon og FRAMarar voru komnir yfir eftir ellefu mínútna leik.  Bjarni Hólm Aðalsteinsson bætti við marki af dýrari gerðinni á 36.mínútu, tók boltann glæsilega niður eftir fyrirgjöf Jordan Halsman og hamraði hann í netið með vinstri, 2-0 fyrir FRAM.  Víkingar klóruðu í bakkann þremur mínútum síðar, en þá skoraði Steinar Már Ragnarsson fyrsta mark Ólafsvíkinga í efstu deild og gerði reyndar vel, hitti boltann vel í þröngu og erfiðu færi.

Síðari hálfleikurinn var marka- og harla tíðindalaus, en FRAMarar voru þó nær því að bæta við mörkum en Víkingar að jafna metin.  Steven Lennon fékk t.a.m. glimrandi færi þegar hann slapp einn í gegnum vörn Víkinga á upphafsmínútum síðari hálfleiks, en hafði ekki erindi sem erfiði.  Víkingar áttu ekki teljandi marktilraun í síðari hálfleik og náðu í raun aðeins einu markskoti í leiknum, skoti sem skilaði marki.
Sigur FRAMarar var sanngjarn, liðið lék býsna vel og hafði tögl og haldir nánast frá upphafi til enda.

Leikskýrslan.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!