Úrvalslið Reykjavíkur tekur þátt í grunnskólamóti höfuðborg Norðurlanda sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana
27 – 31. maí. Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um undirbúning fyrir þetta mót og sendir með liðinu bæði þjálfara og fararstjóra. Löng hefð er fyrir mótinu og er Reykjavík að mæta með lið í áttunda sinn en saga mótsins spannar 65 ára tímabil.
Fulltrúar úrvalsliðs Reykjavíkur eru nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, fædd árið 1999. Undirbúningur fyrir mótið hófst með æfingum í byrjun árs og einnig skoðuðu þjálfarar leikmenn í keppni. Nú liggur fyrir endanlegt val á hópnum og koma keppendur frá 18 grunnskólum og átta íþróttafélögum í Reykjavík. Fyrir hverja höfuðborg keppa 41 nemandi, 14 ára og yngri: 15 í knattspyrnu drengja, 10 í handknattleik stúlkna, 8 í frjálsum íþróttum stúlkna og 8 í frjálsum íþróttum drengja.
Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga 6 ungmenni í hópi þeirra bestu í Reykjavík að þessu sinni.
En þau eru:
Óli Anton Bieltvedt | Knattspyrna drengja | Fram |
Magnús Snær Dagbjartsson | Knattspyrna drengja | Fram |
Ingunn Lilja Bergsdóttir | Handknattleikur stúlkna | Fram |
Svala Júlía Gunnarsdóttir | Handknattleikur stúlkna | Fram |
Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir | Handknattleikur stúlkna | Fram |
Heiðrún Dís Magnúsdóttir | Handknattleikur stúlkna | Fram |
Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu ibr, http://ibr.is/grunnskolamot-hofudborga-nordurlanda.
Til hamingju FRAMarar og gangi ykkur vel.
Knattspyrnufélagið FRAM