fbpx
Reykjavíkur úrvalið 2013 fótbolti Vefmynd

6 ungmenni frá FRAM í Úrvalsliði Reykjavíkur.

Úrvalslið  Reykjavíkur tekur þátt í  grunnskólamóti  höfuðborg Norðurlanda sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana
27 – 31. maí. Íþróttabandalag Reykjavíkur  sér um undirbúning fyrir þetta mót  og sendir með liðinu bæði þjálfara og fararstjóra.  Löng hefð er fyrir mótinu og er Reykjavík að mæta með lið í áttunda sinn en saga mótsins spannar 65 ára tímabil.

Fulltrúar úrvalsliðs Reykjavíkur eru nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, fædd árið 1999. Undirbúningur fyrir mótið hófst með æfingum í byrjun árs og einnig skoðuðu þjálfarar leikmenn í keppni. Nú liggur fyrir endanlegt val á hópnum og koma keppendur frá 18 grunnskólum og átta íþróttafélögum í Reykjavík.  Fyrir hverja höfuðborg keppa 41 nemandi, 14 ára og yngri: 15 í knattspyrnu drengja, 10 í handknattleik stúlkna, 8 í frjálsum íþróttum stúlkna og 8 í frjálsum íþróttum drengja.

Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga  6 ungmenni  í  hópi þeirra bestu í Reykjavík að þessu sinni.
En þau eru:

Óli Anton Bieltvedt Knattspyrna drengja Fram
Magnús Snær Dagbjartsson Knattspyrna drengja Fram
Ingunn Lilja Bergsdóttir Handknattleikur stúlkna Fram
Svala Júlía Gunnarsdóttir Handknattleikur stúlkna Fram
Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir Handknattleikur stúlkna Fram
Heiðrún Dís Magnúsdóttir Handknattleikur stúlkna Fram

Reykjavíkurúrvalið  stelpur 2013 vefurReykjavíkur úrvalið 2013 fótbolti Vefmynd

Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu ibr, http://ibr.is/grunnskolamot-hofudborga-nordurlanda.

Til hamingju FRAMarar og gangi ykkur vel.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!