Hið árlega árgangamót FRAM verður haldið á morgun, miðvikudaginn 8.maí, í íþróttahúsi FRAM í Safamýri.
Eins og venjulega eru leikmenn 30 ára og eldri gjaldgengir í mótið. Fjórir leikmenn eru inni á vellinum hverju sinni en fjöldi varamanna er ótakmarkaður. Því fleiri, því betra!
Mótið hefst klukkan 16:00 og að því loknu eða c.a. klukkan 20:00 gera menn vel við sig í mat og drykk í hinum glæsilega veislusal Fram.
Dagskrá kvöldsins er eitthvað á þessa leið:
- Markahrókurinn ógurlegi og aðstoðarþjálfari Fram, Helgi Sig, mun sjá um pub-quiz.
- Markaskorarinn/varnarjaxlinn Almarr Ormarsson mætir með gítarinn.
- Ljósmyndir úr sögu FRAM. Myndir frá því leikmenn Árgangamótsins voru upp á sitt besta í yngri flokkum FRAM.
- Myndbrot úr bikarúrslitaleiknum 1989 FRAM-KR.
- Ræðumaður kvöldsins.
- Verðlaunaafhending. Verðlaun fyrir efstu þrjú sætin og lið ársins valið. Einnig verða valdir besti leikmaðurinn og bjartasta vonin.
Þátttökugjald er kr. 3.000-. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dadi@fram.is. Einnig er hægt að skrá sig og greiða þátttökugjaldið í gegnum skráningar- og greiðslusíðu FRAM á netinu.
Þetta er tilvalið tækifæri til að koma saman, gleðjast og hitta gamla félaga. Áfram FRAM!