Sumarhlaup FRAM 2013 var haldið á sumardaginn fyrsta í Grafarholtinu. Nokkrir tugir Framara sprettu úr spori í fallegu en svölu sumarveðrinu. Veitt voru verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki. Öll börn og unglingar fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína í hlaupinu. Það voru þreyttir en ánægðir hlauparar sem komu í mark við Ingunnarskólann. Þeir sem vildu gátu svalað þorsta sínum með ísköldum Aquarius frá Vífilfelli.
Almenningsíþróttadeild FRAM þakkar öllum sem mættu kærlega fyrir þátttökuna og vonast eftir enn fleiri þátttakendum á næsta ári.
Hér fyrir neðan eru nöfn og tímar sigurvegaranna í hverjum flokki fyrir sig.
Flokkur fullorðinna:
Karlar 8 km | Nafn | Tími |
1. Sæti | Arnar Pétursson | 29:40 |
2. Sæti | Jóhann Ölvir Guðmundsson | 35:23 |
3. Sæti | Ástvaldur Sigurðsson | 35:34 |
Konur 8 km | ||
1. Sæti | Rannveig Þórisdóttir | 57:24 |
Karlar 3 km | Nafn | Tími |
1. Sæti | Viktor Nói | 13:35 |
2. Sæti | Bjarki Guðmundsson | 22:40 |
3. Sæti | Grétar Böðvarsson | 46:24 |
Konur 3 km | Nafn | Tími |
1. Sæti | Guðný Unnur Jökulsdóttir | 21:22 |
2. Sæti | Sigríður Agnes Sigurðardóttir | 27:06 |
3. Sæti | Jóna Heiða Pálmadóttir | 29:28 |
Barna- unglingaflokkur:
Drengir 8 km | Nafn | Tími |
1. Sæti | Brynjar Páll Rúnarsson | 37:15 |
2. Sæti | Steinn Bergsson | 39:13 |
3. Sæti | Ómar Örn Jónsson | 39:38 |
Stúlkur 8 km | ||
1. Sæti | Filippía Ingadóttir | 56:12 |
Drengir 3 km | Nafn | Tími |
1. Sæti | Mikael Trausti Viðarsson | 14:35 |
2. Sæti | Eiður Darri Jóhannsson | 16:19 |
3. Sæti | Fannar Grétarsson | 22:40 |
Stúlkur 3 km | Nafn | Tími |
1. Sæti | Salka Hlín Jóhannsdóttir | 20:58 |
2. Sæti | Tinna Björk Bergsdóttir | 22:33 |
3. Sæti | Margrét Ýr Brynjarsdóttir | 26:03 |