Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 22 manna æfingarhóp til að taka þátt í undirbúning fyrir umspilsleikina við Tékka sem fara fram í byrjun júní.
Í þessari æfingalotu fer liðið á Netbuss Open í Svíþjóð dagana 23.-27. maí ásamt Noregi, Svíþjóð og Serbíu en mótið er liður í undirbúningi fyrir leikina í júní.
Við FRAMarar eru auvitað stoltir af því að eiga 4 stelpur í hópnum að þessu sinni en þær eru:
Ásta Birna Gunnarsdóttir Fram
Elísabet Gunnarsdóttir Fram
Steinunn Björnsdótir Fram
Stella Sigurðardóttir Fram
Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel !