FRAMherjakortin 2013 eru tilbúin til afhendingar og verða afgreidd á fyrsta heimaleik sumarsins í Pepsi-deild karla, leiknum gegn Fylki á mánudagskvöld. Korthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að nálgast kortin sín.
Þeir sem skráðir eru í FRAMherjaklúbbinn njóta ýmiss konar fríðinda á heimaleikjum FRAM og styðja um leið félagsstarfið með beinum hætti. Um þrenns konar félagsaðild er að ræða og rétt er að benda á að þeir sem hug hafa á því að gerast FRAMherjar geta gert það fyrir leikinn gegn Fylki á mánudag eða með því að senda póst á fram(hjá)fram.is.
– Bronskort kr. 1.500.- pr. mánuð | Heimaleikjakort fyrir 1 og kaffi í leik.
– Silfurkort kr. 2.250.- pr. mánuð | Heimaleikjakort fyrir 2 og kaffi í leik.
– Gullkort kr. 3.000.- pr.mánuð | Heimaleikjakort fyrir 3 og kaffi í leik.