fbpx
Jói-bestur-fors

Jóhann Gunnar Einarsson valinn bestur

Jói besturJóhann Gunnar Einarsson Fram  var valin besti leikmaður N1-deildar karla í handknattleik á nýliðinni leiktíð en upplýst var um kjörið á lokahófi Handknattleikssambands Íslands í gær.  Jóhann Gunnar fékk einnig Valdimarsbikarinn og  Einar Jónsson, þjálfari Fram var valinn besti þjálfarinn.  Auk þessa fengum við FRAMarar fjölda viðukenninga á hófinu í gær.  Eins og sjá má hér að neðan.

Í úrvalsliði ársins í N1-deild karla voru eftirtaldir leikmenn valdir:

Jóhann Gunnar Einarsson, skytta úr Fram

Sigurður Eggertsson, leikstjórnandi úr Fram.

Í úrvalslið ársins í N1-deild kvenna voru eftirtaldir leikmenn valdir:

Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður Fram

Stella Sigurðardóttir, skytta úr Fram

Besti varnarmaður N1 deildar kvenna 2013: Steinunn Björnsdóttir – Fram

Valdimarsbikarinn 2013: Jóhann Gunnar Einarsson – Fram

Besti þjálfari í N1 deild karla 2013: Einar Jónsson – Fram

Besti leikmaður í N1 deild karla 2013: Jóhann Gunnar Einarsson – Fram

Fullt af myndum af hófinu er að finna á http://frammyndir.123.is/

Til hamningju FRAMarar

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email