fbpx
Jói-bestur-fors

Jóhann Gunnar Einarsson valinn bestur

Jói besturJóhann Gunnar Einarsson Fram  var valin besti leikmaður N1-deildar karla í handknattleik á nýliðinni leiktíð en upplýst var um kjörið á lokahófi Handknattleikssambands Íslands í gær.  Jóhann Gunnar fékk einnig Valdimarsbikarinn og  Einar Jónsson, þjálfari Fram var valinn besti þjálfarinn.  Auk þessa fengum við FRAMarar fjölda viðukenninga á hófinu í gær.  Eins og sjá má hér að neðan.

Í úrvalsliði ársins í N1-deild karla voru eftirtaldir leikmenn valdir:

Jóhann Gunnar Einarsson, skytta úr Fram

Sigurður Eggertsson, leikstjórnandi úr Fram.

Í úrvalslið ársins í N1-deild kvenna voru eftirtaldir leikmenn valdir:

Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður Fram

Stella Sigurðardóttir, skytta úr Fram

Besti varnarmaður N1 deildar kvenna 2013: Steinunn Björnsdóttir – Fram

Valdimarsbikarinn 2013: Jóhann Gunnar Einarsson – Fram

Besti þjálfari í N1 deild karla 2013: Einar Jónsson – Fram

Besti leikmaður í N1 deild karla 2013: Jóhann Gunnar Einarsson – Fram

Fullt af myndum af hófinu er að finna á http://frammyndir.123.is/

Til hamningju FRAMarar

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!