fbpx
Moritz Erbs

Moritz Erbs til liðs við FRAM

Moritz ErbsKnattspyrnudeild FRAM hefur samið við ungan Þjóðverja, Moritz Erbs, til loka yfirstandandi leiktíðar í Pepsideildinni.  Erbs, sem er nýorðinn 18 ára, leikur alla jafna í stöðu miðvarðar en hóf ferilinn sem framherji og er markheppinn með afbrigðum.  Hann kemur til landsins í næstu viku.

Erbs kom til landsins á vormánuðum og æfði um hríð með FRAM.  Frammistaða hans þar var með ágætum og fyrir skemmstu náðist samkomulag um að hann myndi snúa aftur.  Samningur Erbs við FRAM gildir eins og áður segir til loka leiktíðarinnar.  Hann lék síðasta deildarleik sinn í Þýskalandi um nýliðna helgi og kemur hingað til lands í byrjun næstu viku.

Moritz Erbs lék á nýafstaðinni leiktíð með SG Rosenhöhe í Hessenliga og skoraði þar 14 mörk í 20 leikjum.  Áður en hann gekk til liðs við Rosenhöhe lék hann m.a. með FSV Frankfurt og Kickers Offenbach.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!