fbpx
Fram-Valur003

FRAM sækir Val heim í Borgunarbikar karla

Fram-Valur002Karlalið FRAM í knattspyrnu fær það verðuga verkefni að heimsækja Val í 32-liða úrslitum Borgunarbikarkeppninnar, en dregið var nú í hádeginu.  Pepsideildarlið mætast innbyrðis í þremur viðureignum þessarar umferðar og boðið er upp á bæjarslag af bestu gerð þegar HK tekur á móti Breiðabliki.

Leikir 32-liða úrslita Borgunarbikarkeppni karla eru þessir:
Þróttur R. – ÍBV
Leiknir R. – Ármann
Magni – Þróttur V.
Valur – FRAM
Fylkir – Völsungur
Álftanes – Víkingur Ó.
FH – Keflavík
HK – Breiðablik
KV – Víkingur R.
Sindri – Ýmir
Grótta – Höttur
Hamar – Tindastóll
ÍA – Selfoss
KR – Grindavík
BÍ/Bolungarvík – Reynir S.
Þór – Stjarnan

Leikirnir eru settir á miðvikudaginn 29.maí og fimmtudaginn 30.maí, en sá fyrirvari er þó á þessum dagsetningum að innbyrðisviðureignir Pepsideildarliða verða að öllum líkindum færðar aftur um tvo eða þrjá daga.  Endanleg leikjaniðurröðun verður gefin út síðar í dag.

Þetta verður í sextánda sinn sem FRAM og Valur mætast í bikarkeppni KSÍ.  FRAM hefur fagnað sigri í átta bikarleikjum gegn Val (einu sinni í endurteknum leik eftir jafntefli) og Valur hefur unnið sex sinnum, þar af einu sinni eftir vítaspyrnukeppni.
FRAM vann síðasta bikarleik þessara félaga, en hann fór fram á Laugardalsvelli í júlí 2010.  Halldór Hermann Jónsson, Tómas Leifsson og Joe Tillen skoruðu fyrir FRAM og Rúnar Már Sigurjónsson fyrir Val, 3-1.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!