Meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hefur á undaförnum dögum borist mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í sumar. Alls hafa sjö leikmenn gengið til liðs við liðið sem koma til með að gera mjög góðan hóp betri.
Ljóst er að þessi myndarlegi liðsstyrkur eykur breiddina í liðinu til muna og kemur með aukna reynslu inn í hópinn, reynslu sem á eftir að nýtast liðinu vel í komandi baráttu.
Leikmennirnir sem um ræðir eru:
Bryndís María Theodórsdóttir frá Danmörku
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir frá Þór
Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir frá Stjörnunni
Eyrún Rakel Agnarsdóttir frá Fylki
Hekla Pálmadóttir frá Breiðablik
Rebekka Katrín Arnþórsdóttir frá Breiðablik
Þóra Rut Jónsdóttir frá Tindastóli
Knattspyrnufélagið FRAM býður þær allar velkomnar til félagsins.