fbpx
ÍA-Fram

FRAMarar heimsækja Skagamenn

ÍA-FramFRAM heimsækir ÍA í fjórðu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu klukkan 19.15 í kvöld.  FRAMarar sitja sem stendur taplausir í sjöunda sæti deildarinnar og eiga möguleika á að þoka sér upp í toppbaráttuna með sigri í kvöld, en Skagamenn sitja á botninum án stiga eftir þrjá leiki.

FRAMarar hófu leiktíðina sællar minningar á því að vinna Víking í Ólafsvík 2-1, en hafa svo gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum, gegn Fylki og Val, í bæði skiptin 1-1.  Skagamenn hafa hins vegar tapað fyrir ÍBV, Val og Breiðabliki í þremur fyrstu leikjum sínum.

FRAM hefur unnið þrjá deildarleiki í röð gegn ÍA, þann síðasta á Akranesi í september í fyrra.  Ef litið er til deildarleikja liðanna sl. tíu ár hefur FRAM unnið 5 leiki, Skagamenn hafa unnið fjórum sinnum og þrisvar hafa liðin gert jafntefli.  Þess ber að geta að á þessum tíu árum voru liðin ekki alltaf í sömu deild.
Árangurinn á Akranesi er með ágætum, þar hafa FRAMarar þrisvar fagnað sigri á síðustu tíu árum, tvisvar hafa Skagamenn staðið uppi sem sigurvegarar og liðin hafa einu sinni gert jafntefli.  Síðasti sigur Skagamanna gegn FRAM á Akranesi vannst í maí árið 2008.

Leikurinn á Akranesi hefst eins og áður segir klukkan 19.15 í kvöld og verður leikinn undur vökulu auga Þórodds Hjaltalín.  Stuðningsmenn FRAM eru hvattir til að fjölmenna og hafa jákvæðnina að leiðarljósi.

ÍA-Fram - Pepsi4 - 210513

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!