Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, hefur valið 20 manna úrtakshóp sem kemur saman til æfinga frá 27.maí til 6.júní. Tveir FRAMarar eiga sæti í þessum hópi; Róbert Aron Hostert og Ægir Hrafn Jónsson.
Hópurinn:
Markverðir:
Aron Rafn Eðvarðsson – Haukar
Björn Ingi Friðþjófsson – HK
Daníel Freyr Andrésson – FH
Aðrir leikmenn:
Atli Ævar Ingólfsson – SönderjyskE
Ásbjörn Friðriksson – FH
Bjarki Már Gunnarsson – HK
Björgvin Þór Hólmgeirsson – ÍR
Einar Rafn Eiðsson – FH
Finnur Ingi Stefánsson – Valur
Geir Guðmundsson – Akureyri
Gunnar Malmqvist – Valur
Jón Þorbjörn Jóhannsson – Haukar
Ólafur A. Guðmundsson – Kristianstad
Ragnar Jóhannsson – FH
Róbert Aron Hostert – FRAM
Sigurbergur Sveinsson – Haukar
Snorri Steinn Guðjónsson – GOG
Tandri Már Konráðsson – HK
Ægir Hrafn Jónsson – FRAM
Íslenska landsliðið leikur tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM í júní, heimsækir Hvít-Rússa þann tólfta og tekur á móti Rúmenum fjórum dögum síðar. Ísland situr í efsta sæti 6.riðils undankeppninnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og hefur þegar tryggt sér farseðilinn til Danmerkur á næsta ári.