FRAM leikur í kvöld annan leik sinn í 1.deild kvenna í knattspyrnu, en þá heimsækja Safamýrarmeyjar stöllur sínar í Haukum. Flautað verður til leiks á Schenkervellinum að Ásvöllum klukkan 19.15.
FRAMstúlkur léku sinn fyrsta leik í deildinni sl. mánudag og voru gestrisnar í meira lagi þegar BÍ/Bolungvarvík kom í heimsókn. Vestanmeyjar fóru með sigur af hólmi 3-0. Þetta er hins vegar fyrsti deildarleikur Hauka, sem á síðustu leiktíð urðu í sjötta sæti A-riðils 1.deildar kvenna. FRAM vann hins vegar B-riðilinn með býsna sannfærandi hætti, sællar minningar.